mið 15. janúar 2020 22:17
Aksentije Milisic
Solskjær: Mata hefur tækni, yfirvegun og jafnvel hraða
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ánægður með að komast áfram í FA bikarnum í kvöld. United lagði Wolves að velli á Old Trafford í kvöld en spánverjinn knái Juan Mata gerði eina mark leiksins.

United hefur gengið illa með Wolves síðan liðið kom aftur upp í deild þeirra bestu en United hafði ekki tekist að vinna liðið í síðustu fimm tilraunum.

„Við erum ánægðir með að ná loksins að vinna Wolves. Ég held að fólk hafi séð í lok leiks að þessi tvö lið voru orðin mjög þreytt. Þessi leikur var opinn og liðin skiptust á að sækja, stundum hentar það okkur ekki," sagði Ole.

„Nokkrum sinnum riðlaðist leikskipulagið okkar í fyrri hálfleik og þess vegna lét ég Mata fá þennan miða. Við náðum að laga það rétt fyrir lok fyrri hálfleiks," hélt Ole áfram og talaði um miðann sem Juan Mata fékk frá honum í leiknum.

Marcus Rashford kom inn á í síðari hálfleik en fór meiddur af velli. Solskjær segir að það eigi eftir að koma í ljós síðar í vikunni hvernig framhaldið með hann verður.

„Það voru mistök að láta hann spila en stundum verður maður að taka sénsa í þessu. Við munum prófa hann á æfingum í vikunni og sjá svo til hvort hann verður klár á sunnudaginn. Hann var í vandræðum með bakið á sér og síðan fékk hann högg sem er ekki gott," sagði Solskjær um Rashford.

United mætir Liverpool í stórleik á Anfield á sunnudaginn kemur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner