Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 15. janúar 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Æfði hnefaleika og var tekinn úr hópnum
James McClean verður ekki í leikmannahópi Stoke sem mætir Blackburn í Championship-deildinni á morgun.

Írski landsliðsmaðurinn braut sóttvarnareglur þegar hann æfði hnefaleika með þjálfara en hann birti myndband af því á Instagram.

McClean greindist með Covid-19 í nóvember þegar hann var í landsliðsverkefni.

Ástandið á Bretlandseyjum er mjög slæmt og samkvæmt reglum yfirvalda er íþróttaiðkun innanhúss bönnuð.

Stoke er í áttunda sæti Championship-deildarinnar, tveimur stigum frá umspilssæti.
Athugasemdir