Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 15. janúar 2021 22:20
Victor Pálsson
Bjarni Jó: Þetta er bara skemmtilegt
Mynd: Njarðvík
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var brosmildur í kvöld eftir jafntefli hans manna við Selfoss í Fótbolta.net mótinu.

Það var boðið upp á sannkallaða veislu í Reykjaneshöllinni en leiknum lauk með 4-4 jafntefli þar sem vantaði ekki upp á mörkin.

Bjarni tók við keflinu hjá Njarðvík eftir síðasta tímabil en hann leysti Mikael Nikulásson af hólmi sem var rekinn.

„Við erum búnir að vera í pásu í þrjá mánuði og náðum einni fótboltaæfingu í gærkvöldi fyrir þennan leik svo ég var þokkalega ánægður með frammistöðu minna manna. Fjörugur leikur, 4-4 og fjör á bekknum og líf í öllu. Það er bara flott að vera kominn af stað aftur," sagði Bjarni.

„Maður fann spennuna í loftinu og menn voru hungraðir að komast í leik. 4-4 og svona, þetta er bara skemmtilegt."

Bjarni viðurkennir á sama tíma að ástandið sé undarlegt en liðið var að spila sinn fyrsta leik í langan tíma sökum Covid-19.

„Það er alveg hárrétt. Þetta hefur verið frekar upp og niður þetta ár og mjög skrítið. Hér er grasið grænt og verður í höllinni alveg fram að móti.

Nánar er rætt við Bjarna í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner