Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 15. janúar 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Hraunað yfir Eden Hazard í spænskum fjölmiðlum
Spænska blaðið AS segir að belgíski leikmaðurinn Eden Hazard hafi farið úr því að vera slæmur í að verða verri.

Hazard fær að heyra það í spænskum fjölmiðlum eftir lélega frammistöðu þegar Real Madrid tapaði fyrir Athletic Bilbao í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins.

Hazard hefur alls ekki staðið undir miklum væntingum sem Real Madrid gerði til hans þegar hann var fenginn frá Chelsea sumarið 2019.

Þessi þrítugi leikmaður náði engan veginn að láta að sér kveða í leiknum í gær og Marca segir að hann sé alls ekki líkur sjálfum sér.

Hazard hefur aðeins skorað þrisvar í 32 leikjum fyrir Real Madrid. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að halda sér ekki í standi og meiðsli hafa haft sín áhrif.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að Hazard þurfi að fá þolinmæði og klárlega sé skortur á sjálfstrausti.

„Hann þarf að finna sjálfstraustið aftur, ná frábærum leik eða skora mark. Við vitum hversu góður leikmaður hann er og við þurfum að sýna honum þolinmæði því hann er að leggja mikið á sig. Við sýnum honum stuðning og við erum allir í þessu saman," sagði Zidane eftir leikinn í gær.

Sjá einnig:
Man ekki eftir mjög góðri frammistöðu Hazard með Real Madrid
Athugasemdir