Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 15. janúar 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Höfuðborgarslagur og Ítalíuslagur
Það er engin smá helgi framundan í ítalska boltanum sem verður hrein sjónvarpsveisla þökk sé Stöð 2 Sport 2 og aukastöðvum.

Veislan hefst strax í kvöld þegar Lazio og Roma eigast við í hatrömmum höfuðborgarslag.

Roma hefur verið að gera fína hluti á tímabilinu og er sex stigum fyrir ofan Lazio eftir 17 umferðir.

Aðeins þrír leikir eru á dagskrá á laugardaginn þar sem Andri Fannar Baldursson gæti komið við sögu er Bologna tekur á móti Verona.

Sunnudagurinn er afar fjörugur og hefst á spennandi viðureign Napoli gegn Fiorentina. Síðar um daginn á Atalanta heimaleik við Genoa áður en stórleikur helgarinnar og mögulega tímabilsins á sér stað.

Inter og Juventus eigast þar við í Ítalíuslagnum svokallaða. Inter er í öðru sæti, fjórum stigum fyrir ofan Ítalíumeistara Juventus sem eiga leik til góða.

Topplið AC Milan heimsækir svo Cagliari mánudagskvöldið.

Leikur kvöldsins:
19:45 Lazio - Roma (Stöð 2 Sport 2)

Laugardagur:
14:00 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 4)
17:00 Torino - Spezia (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Sampdoria - Udinese

Sunnudagur:
11:30 Napoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Crotone - Benevento (Stöð 2 Sport 4)
14:00 Sassuolo - Parma (Stöð 2 Sport 2)
17:00 Atalanta - Genoa (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Inter - Juventus (Stöð 2 Sport 4)

Mánudagur:
19:45 Cagliari - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner