Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. janúar 2021 13:41
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Fótbolti er leikur tilfinninga
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það verði erfitt fyrir menn að hemja sig í fagnaðarlátum á sunnudag þegar Manchester United mætir í stórleik á Anfield.

Leikmenn í enska boltanum hafa fengið þau tilmæli að reyna að forðast of mikla snertingu þegar fagnað er, sleppa faðmlögum og 'fimmum'.

Klopp segir að sínir menn séu meðvitaðir um þetta.

„Þetta er ekki auðvelt en við vitum öll um stöðuna. Strákarnir hafa hingað til verið ótrúlega agaðir og gert þetta vel. Ég veit að þeir munu halda áfram að gera sitt besta, ef það er ástæða til að fagna á sunnudag verður það gert á réttan hátt en það verður erfitt," segir Klopp.

„Þetta er í eðlinu svo þetta er flókið. Þegar þú ert í tækifæri til að skora þarft þú líka að hugsa um hvernig eigi að fagna. Fótbolti er leikur tilfinninga."
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner