Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. janúar 2022 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Kóngurinn Mitrovic - Rooney að vinna frábært starf
Mitrovic er að eiga magnað tímabil.
Mitrovic er að eiga magnað tímabil.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney er stjóri Derby County.
Wayne Rooney er stjóri Derby County.
Mynd: Getty Images
Jón Daði var ekki í hóp í dag.
Jón Daði var ekki í hóp í dag.
Mynd: Getty Images
Serbneski sóknarmaðurinn Aleksandar Mitrovic hefur farið á kostum í Championship-deildinni á tímabilinu. Hann gerir það alltaf þegar hann spilar í deildinni.

Mitrovic skoraði þrennu í dag þegar Fulham vann 6-2 sigur gegn Bristol City á heimavelli. Hann er núna búinn að skora 27 mörk í 24 leikjum og er hann búinn að skora meira en þegar hann var markakóngur deildarinnar fyrir tveimur árum.

Alls hefur hann spilað 85 leiki fyrir Fulham í Championship og skorað 65 mörk. Magnaður árangur. Honum hefur ekki gengið eins vel þegar hann spilar í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann aðeins þrjú mörk í 27 leikjum í deild þeirra bestu á Englandi.

Það eru góðar líkur á því að Fulham verði í efstu deild á næstu leiktíð því þeir eru á toppnum núna með tveggja stiga forystu á Bournemouth. Og leik til góða.

Rooney að skila flottu starfi
Wayne Rooney heldur áfram að skila flottu starfi sem stjóri Derby County. Manchester United goðsögnin stýrði liðinu til sigurs gegn Sheffield United í dag þar sem Tom Lawrence skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri.

Alls er búið að taka 21 stig af Derby vegna fjárhagsvandræða. Rooney og leikmenn hans gefast samt ekki upp og er Derby núna komið af botninum. Bæði Barnsley og Derby eru með 14 stig, en það eru átta stig í öruggt sæti. Þetta er því alls ekki ómögulegt fyrir Derby.

Jón Daði spilaði ekki
Það er ekki hægt að segja að Championships sé deildin fyrir íslenska leikmenn. Daníel Leó Grétarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa lítið sem ekkert spilað á tímabilinu. Jón Daði var ekki í hóp hjá Millwall í dag þegar liðið tapaði gegn Nottingham Forest á heimavelli. Hann vonast til að fara frá félaginu í þessum mánuði.

Blackpool - lið Daníels Leó - spilaði ekki í dag, en öll úrslit dagsins og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Cardiff City 0 - 1 Blackburn
0-1 Joe Rothwell ('13 )
Rautt spjald: Ryan Nyambe, Blackburn ('76)

Derby County 2 - 0 Sheffield Utd
1-0 Tom Lawrence ('70 )
2-0 Tom Lawrence ('78 )

Fulham 6 - 2 Bristol City
0-1 Antoine Semenyo ('7 )
1-1 Aleksandar Mitrovic ('21 )
1-2 Antoine Semenyo ('29 )
2-2 Neeskens Kebano ('31 )
3-2 Fabio Carvalho ('36 )
4-2 Aleksandar Mitrovic ('41 )
5-2 Aleksandar Mitrovic ('45 )
6-2 Neeskens Kebano ('57 )

Huddersfield 1 - 1 Swansea
1-0 Danel Sinani ('15 )
1-1 Flynn Downes ('78 )

Luton 3 - 2 Bournemouth
0-1 Lloyd Kelly ('30 , sjálfsmark)
1-1 Allan Campbell ('42 )
1-2 Emiliano Marcondes ('51 )
1-3 Morgan Rogers ('78 )
2-3 Kal Naismith ('90 )

Middlesbrough 2 - 1 Reading
0-1 Andrew Carroll ('68 )
1-1 Matt Crooks ('84 )
2-1 Matt Crooks ('90 )

Millwall 0 - 1 Nott. Forest
0-1 Lewis Grabban ('90 )

Peterborough United 1 - 4 Coventry
0-1 Gustavo Hamer ('15 )
0-2 Matthew Godden ('25 )
1-2 Jorge Grant ('37 )
1-3 Nathan Thompson ('81 , sjálfsmark)
1-4 Matthew Godden ('90 )

Preston NE 1 - 1 Birmingham
1-0 Patrick Bauer ('31 )
1-1 Scott Hogan ('86 )

QPR 1 - 0 West Brom
1-0 Charlie Austin ('89 )


Athugasemdir
banner
banner
banner