Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. janúar 2022 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martial neitaði að mæta í vinnuna
Martial vildi ekki vera í hóp.
Martial vildi ekki vera í hóp.
Mynd: Getty Images
Manchester United var bara með átta varamenn gegn Aston Villa í dag og þar af tvo markverði.

Ralf Rangnick, stjóri Man Utd, sagði frá því eftir leikinn að planið hefði verið að hafa Anthony Martial í hópnum, en franski sóknarmaðurinn neitaði að taka þátt.

„Hann vildi ekki vera í hópnum," sagði Rangnick eftir jafnteflið gegn Aston Villa í kvöld.

Martial hefur lítið spilað á tímabilinu og hann vill komast frá Man Utd í þessum mánuði.

Spænska félagið Sevilla gerði lánstilboð í Martial á dögunum en því var hafnað. Forráðamönnum United þótti tilboðið ekki ásættanlegt en ESPN sagði að spænska félagið hafi viljað fá Martial lánaðan út tímabilið en aðeins viljað borga helming launa hans.

Martial er með 250 þúsund pund í vikulaun en ákvað samt bara að sleppa því að mæta í vinnuna.
Athugasemdir
banner
banner