Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. janúar 2022 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að búið sé að reka Benítez - Rooney líklegastur
Næsti stjóri Everton?
Næsti stjóri Everton?
Mynd: Getty Images
Everton hefur tekið ákvörðun um að reka Rafa Benitez úr starfi. Þetta skrifar fjölmiðlamaðurinn Pete O'Rourke á samfélagsmiðlinum Twitter í kvöld.

Benitez var ráðinn stjóri Everton síðasta sumar en hann hefur ekki náð að gera mikið gott hingað til. Stuðningsfólk vill losna við hann; árangurinn er ekki góður og það hjálpar ekki að hann er fyrrum stjóri Liverpool, erkifjenda Everton.

Everton tapaði í dag fyrir Norwich í ensku úrvalsdeildinni, 2-1. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan í september og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá fallsæti.

Stjórnarfólk félagsins er búið að vera að funda í kvöld og O'Rourke segir að niðurstaðan sé sú að reka Benitez. Það er núna bara verið að afgreiða það hvað Benitez fær borgað fyrir riftun á samningi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning síðasta sumar og fær því örugglega góða summu.

Veðbankar telja líklegast að Wayne Rooney verði næsti stjóri Everton. Hann er fyrrum leikmaður Everton og hefur verið að gera frábæra hluti með Derby County í næst efstu deild á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner