Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. janúar 2022 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Tvö vítaklúður en náðu samt í sigurinn
Leverkusen er í þriðja sæti.
Leverkusen er í þriðja sæti.
Mynd: EPA
Borussia M. 1 - 2 Bayer
0-1 Robert Andrich ('51 )
0-1 Patrik Schick ('51 , Misnotað víti)
0-2 Patrik Schick ('74 )
1-2 Nico Elvedi ('81 )
1-2 Kerem Demirbay ('88 , Misnotað víti)

Bayer Leverkusen vann flottan útisigur gegn Borussia Mönchengladbach þegar liðin áttust við í deild þeirra bestu í Þýskalandi. Sigurinn hefði getað verið mun þægilegri fyrir Leverkusen.

Robert Andrich kom Leverkusen í forystu á 51. mínútu er hann kom boltanum í netið eftir hornspyrnu. Stuttu fyrir markið klúðraði Patrik Schick.

Schick bætti upp fyrir klúðrið með því að skora annað mark Leverkusen á 74. mínútu.

Nico Elvedi minnkaði muninn fyrir Gladbach á 81. mínútu og það gerði síðustu mínúturnar spennandi. Kerem Demirbay hefði getað róað taugar stuðningsfólks Leverkusen þegar hann steig á vítapunktinn á 88. mínútu. Hann klikkaði hins vegar og fóru tvær vítaspyrnur forgörðum hjá Leverkusen í leiknum.

Þeir náðu þó að landa sigrinum, lokatölur 1-2 fyrir gestina í Leverkusen sem eru í þriðja sæti með 32 stig. Gladbach er í 12. sæti.

Önnur úrslit í dag:
Þýskaland: Þrenna frá Lewandowski - Erfitt hjá Stuttgart
Athugasemdir
banner
banner