Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 15. febrúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea fyrsta félagið sem lagar æfingar að tíðahringjum
Mynd: Getty Images
Kvennalið Chelsea er fyrsta félagið í enska boltanum, og mögulega öllum heiminum, til að breyta æfingaplani sínu og laga það að tíðahringjum leikmanna.

Þetta er gert í tilraun til að auka afköst og minnka meiðslahættu leikmanna. Telegraph greinir frá.

Chelsea byrjaði á þessu fyrir tímabilið og hefur æfingaskipulag og matarprógram miðast við tíðahringi leikmanna síðan í ágúst.

Þessar breytingar eru gerðar til að berjast við þyngdaraukningu og tap í kringum tíðahringi og ýmis meiðsli sem hafa verið tengd við tíðahringi.

Emma Hayes, knattspyrnustjóri kvennaliðs Chelsea, er konan á bak við þessar breytingar hjá Chelsea og segist hún vera orðin þreytt á að litið sé eins á æfingar karlkyns og kvenkyns íþróttamanna.

„Ég er kvenkyns þjálfari í atvinnugrein þar sem litið er á konur sem smávaxna karlmenn. Allar æfingar sem konur eru látnar gera koma úr karlaboltanum," sagði Hayes.

Chelsea hefur verið að spila virkilega vel á tímabilinu og er í öðru sæti ensku deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Manchester City og með leik til góða. Chelsea er eina liðið sem er ósigrað á tímabilinu, með 38 stig eftir 14 umferðir.

Arsenal er í þriðja sæti með 36 stig í æsispennandi þriggja liða titilbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner