Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. febrúar 2020 17:08
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: Sverrir Ingi hafði betur í Íslendingaslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Larissa 1 - 2 PAOK
0-1 Dimitrios Limnios ('14)
0-2 Douglas ('45)
1-2 Theocharis Iliadis ('67)

Ögmundur Kristinsson og Sverrir Ingi Ingason mættust í grísku deildinni í dag og úr varð hörkuleikur.

Sverrir Ingi var í hjarta varnarinnar hjá PAOK á meðan Ögmundur varði mark AEL Larissa.

Gestirnir frá PAOK komust í tveggja marka forystu fyrir leikhlé en Theocharis Iliadis minnkaði muninn fyrir Larissa í síðari hálfleik.

Leikurinn var jafn allan tímann en lokatölur urðu 1-2 fyrir PAOK, sem er á toppi deildarinnar í bili. Olympiakos er stigi á eftir með leik til góða.

Ögmundur og félagar í Larissa eru í neðri hlutanum, með 26 stig eftir 24 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner