Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. mars 2014 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Breiðablik og Víkingur R. með sigra
Guðjón Pétur skoraði úr vítaspyrnu
Guðjón Pétur skoraði úr vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í A-deild Lengjubikars karla í dag en Breiðablik og Víkingur úr Reykjavík sigruðu þá sína leiki.

Breiðablik hafði betur gegn Keflavík með tveimur mörkum gegn einu en Guðjón Pétur Lýðsson kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu áður en Bojan Stefán Ljubicic jafnaði metin svo úr einmitt vítaspyrnu.

Stefán Gíslason sem gekk til liðs við Breiðablik frá Belgíu fyrir alls ekki svo löngu síðan skoraði svo sigurmark Blika í byrjun síðari hálfleiks. Breiðablik er því á toppnum í riðli 1 með 10 stig á meðan Keflavík er með 7 stig í þriðja sæti.

Víkingur Reykjavík sigraði þá Víking Ólafsvík með þremur mörkum gegn tveimur en liðin mættust í Reykjaneshöllinni. Gestirnir komust yfir áður en Eyþór Helgi Birgisson jafnaði metin en Reykjavíkurliðið komst fljótlega aftur yfir.

Aron Elís Þrándarson bætti svo við þriðja markinu aður en Brynjar Kristmundsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu. Lengra komust Ólafsvíkingar ekki en Víkingur R. er í toppsætinu með 10 stig á meðan Ólafsvíkingar eru í næst neðsta sæti með 3 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Keflavík 1-2 Breiðablik
0-1 Guðjón Pétur Lýðsson ('16, vítaspyrna )
1-1 Bojan Stefán Ljubicic ('41, vítaspyrna )
1-2 Stefán Gíslason ('49 )

Víkingur Ó. 2-3 Víkingur R.
0-1 Markaskorara vantar ('21 )
1-1 Eyþór Helgi Birgisson ('29 )
1-2 Markaskorara vantar ('41 )
1-3 Aron Elís Þrándarson ('47 )
2-3 Brynjar Kristmundsson ('78, vítaspyrna)
Athugasemdir
banner
banner