sun 15. mars 2020 08:47
Elvar Geir Magnússon
Bellingham getur valið milli þessara fjögurra stórliða
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham mun yfirgefa Birmingham eftir tímabilið en þessi sextán ára strákur er gríðarlega eftirsóttur.

Fróðlegt verður að sjá hvert næsta skref verður hjá Bellingham en Mirror segir að valið standi á milli fjögurra stórliða.

Borussia Dortmund vill fá Bellingham og Manchester United fundaði með stráknum og foreldrum hans nýlega.

Chelsea og Bayern München eru einnig inni í myndinni.

Öll þessi félög eru sögð hafa gengið að verðmiða Birmingham. Sagt er að félagið vilji fá 15 milljónir punda en með árangurstengdum klásúlum getur verðið hækkað upp í 30 milljónir punda.

Bellingham fjölskyldan fékk skoðunarferð um höfuðstöðvar Manchester United í Carrington en Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri United, tók á móti þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner