Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. mars 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kaupir part af Thames til að stækka heimavöll Fulham
Shahid Khan vill gera Fulham að stórveldi í enska boltanum.
Shahid Khan vill gera Fulham að stórveldi í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Shahid Khan, eigandi Fulham, er búinn að kaupa bút af Thames ánni, eða Tempsá, sem rennur í gegnum London til að stækka heimavöll félagsins.

Heimavöllur Fulham er kallaður Craven Cottage og snýr önnur hlið leikvangsins að Tempsá. Daily Mail segir Khan þurfa að eyða um 80 milljónum punda til að stækka stúkuna og auka hámarksfjölda áhorfenda þannig um fjögur þúsund manns.

Khan er sagður borga 5 milljónir punda fyrir hluta af ánni og nú getur hann fært árvegginn lengra inn í ána. Khan þarf að færa vegginn til að skapa pláss fyrir stækkun á stúkunni.

Hann þarf sjálfur að greiða fyrir nýja vegginn og þá þarf hann einnig að borga fyrir sérstakt leyfi til að færa árvegginn.

Fulham er þessa stundina í þriðja sæti Championship deildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þegar níu umferðir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner