Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. mars 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney um Ronaldo: Fékk sér Big Mac kvöldið fyrir leik
Mynd: Getty Images
Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo er vafalaust einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar og líta heilu kynslóðirnar upp til hans.

Ronaldo hefur alltaf skarað framúr í undirbúningi, vinnusemi og metnaði og hafa þessir eiginleikar hjálpað honum að ná þeim hæðum sem hann hefur á ferlinum.

Ímynd hans tengist því að allt sé mögulegt með þrotlausri vinnu. Ronaldo er þekktur fyrir öflugt hugarfar og fullkominn lífsstíl þar sem hreyfing og hollt mataræði ráða för.

Wayne Rooney, fyrrum liðsfélagi hans hjá Manchester United, sagði þó skemmtilega sögu af ungum Ronaldo sem átti í vandræðum með að þyngja sig fyrstu árin í Manchester.

„Þegar ég kom fyrst til Manchester þá man ég að við stoppuðum á McDonalds kvöldið fyrir leik því hann vildi fá sér Big Mac. Hann var of mjór og var að reyna að þyngja sig, ég man vel eftir því þegar við fórum í bílalúguna og pöntuðum Big Mac," sagði Rooney.

Rooney og Ronaldo náðu vel saman inná vellinum og unnu þrjá úrvalsdeildartitla í röð undir stjórn Sir Alex Ferguson áður en Ronaldo var seldur til Real Madrid.-
Athugasemdir
banner
banner