Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   mið 15. mars 2023 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Þyrfti þá að finna peningana og leikmanninn líka
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Róbert Quental.
Róbert Quental.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
watermark Ólafur Flóki Stephensen.
Ólafur Flóki Stephensen.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
watermark Leiknir tapaði gegn ÍBV.
Leiknir tapaði gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
watermark En sigur vannst gegn Breiðabliki.
En sigur vannst gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Leiknir er að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni. Liðið féll úr efstu deild í fyrra og lauk þátttöku sinni í Lengjubikarnum í síðustu viku. Liðið vann einn leik af fjórum, sigurinn kom gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Framundan er æfingaferð hjá liðinu og svo taka við bikarleikir og jafnvel æfingaleikir áður en deildin hefst í byrjun maí. Lokaleikurinn í Lengjubikarnum var gegn ÍBV, þá var Róbert Quental Árnason ekki með en óttast var að hann hefði meiðst illa í aðdraganda leiksins.

„Það fór betur á en horfðist, hann er með bólginn ökkla, mögulega tognuð liðbönd. Hann verður vonandi klár eftir um tvær vikur. Í fyrstu var óttast að hann væri verr farinn, slitin liðbönd eða eitthvað svoleiðis. Honum leið mjög illa strax á eftir, fór strax í myndatöku og þá kom í ljós að þetta væri ekki jafn alvarlegt og honum líður mikið betur í löppinni," sagði Vigfús Arnar Jósepsson, þjálfari Leiknis, við Fótbolta.net í dag. Róbert er sautján ára og var í byrjunarliði Leiknis í fyrstu þremur leikjum Lengjubikarsins.

Ólafur Flóki Stephensen lenti þá í hörkutæklingu gegn ÍBV en hann slapp vel. „Hann fékk svaðalega tæklingu á móti ÍBV, það er bara bólgin ökkli og ætti að vera klár eftir nokkra daga."

Hvernig meturu stöðuna á Leiknisliðinu í dag?

„Hún er nokkuð góð, erum svolítið í meiðslum núna. Við erum búnir að hitta ákveðinn topp í undirbúningstímabilinu, það reynir á skrokkinn."

Finnst þér vanta eitthvað í hópinn, púsl sem þig langar að fá inn fyrir mót?

„Ég er mjög ánægður með hópinn en maður er alltaf til í góða leikmenn. Ef það væri þá væri það einhver virkilega góður, ég er það ánægður með strákana að ég vil ekki bara fá einhvern inn. Í eðlilegu árferði eru kannski tveir meiddir, þá er ég með 17-18 spilfæra menn og ofan á það leikmenn í 2. flokki. Mér finnst þegar maður er í Lengjudeildinni það vera skylda að gefa ungum mönnum tækifæri á að vera í hóp."

„Ef það væru til peningar fyrir virkilega góðum leikmanni þá myndi maður skoða það, en það þarf að finna leikmanninn og peningana líka held ég."


Ertu ánægður með úrslitin í Lengjubikarnum?

„Ég er hundfúll að tapa þessum leikjum, töpum 1-0 á Selfossi þar sem frammistaðan í heild var ágæt en við náðum bara ekki að skora, margt fínt en annað minna fínt í þeim leik. Svo spilum við gegn Breiðabliki, áttum mjög góðan leik. Næst var það FH, þriðji leikurinn á einni viku. FH-ingar voru miklu betri en við og við frekar daufir. Ég er búinn að spila svolítið mikið á sama liðinu og ég fann að ákefðin var svolítið lág. Síðast spiluðum við á móti ÍBV, töpuðum 2-0 og það var svekkjandi að skora ekki, en fínasti leikur þannig."

„Ég er svekktur með úrslitin en við erum klárlega að stíga upp hvað varðar spilamennsku."


Maður rekur augun í þennan sigur á móti Íslandsmeisturunum. Var þetta leikur þar sem allt gekk upp hjá ykkur en ekkert hjá þeim?

„Við klúðruðum alveg helling af hlutum líka, þetta var ekkert besti leikurinn okkar. Við náðum að standa varnarleikinn og náðum að skora tvö mörk. Ég veit ekki hvort það var okkur að þakka eða einhverju öðru að þeir voru ekki jafn beittir og þeir geta verið, venjulega er það samt mótherjanum að þakka. Þetta var mjög solid leikur hjá okkur, þeir fengu alveg sín færi en við fengum svo sem líka góð tækifæri til að búa til góð færi líka en klúðruðum því. Við unnum þann leik en frammistaðan var ekkert miklu betri en í hinum leikjunum. Það er búinn að vera stígandi í frammistöðunum en úrslitin hafa rokkað."

Siggi Höskulds, fyrrum þjálfari liðsins, tjáði sig um Leiknisliðið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum.

„Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þessi nýi leikstíll sem hann og Donni eru að reyna innleiða eigi eftir að virka. Ég er með smá áhyggjur að gera þetta á blautu gervigrasinu og fara svo yfir á erfiðan grasvöll. Þeir vilja halda í boltanum. Ég rak mig rosalega á þetta, að gera ógeðslega flotta hluti á gervigrasinu en svo ferðu á grasið og þá er allt annar fótbolti að mörgu leyti."

Hvernig horfir þú í þetta?

„Ég horfi bara í að við að ætlum okkur að spila sama fótbolta á gervigrasi og grasi. Auðvitað þarf maður að aðlaga leik sinn að vellinum. ef þú ert að spila í einhverjum kartöflugarði þá hefur það áhrif. Við teljum að þessi prinsipp sem við erum að vinna með í leikfræðinni, sama hvernig vallaraðstæður eru, geti skilað okkur góðum leik. Prinsippinn virka sama hvernig völlurinn er. En auðvitað er erfiðara að spila hratt og tengja sendingar ef aðstæður eru ekki góðar, maður þarf bara að aðlaga sig."

„Auðvitað hafa vallaraðstæður áhrif en maður treystir á að Lengjudeildin sé á þeim stað að liðin geti boðið upp á alvöru aðstöðu. Við erum ekki að fara breyta rosalega miklu í okkar leik, en munum aðlaga okkur klárlega að vellinum hverju sinni."


Leiknir er á leið í æfingaferð á föstudag til Salou á Spáni. Þar verður einn leikur spilaður, gegn FC Stokkholm sem er í 3. efstu deild í Svíþjóð.

En hvernig hagar liðið svo undirbúningi sínum þennan síðasta mánuð fyrir mót?

„Við fáum allavega einn bikarleik og annan ef við náum að vinna hann. Svo eru þetta æfingaleikir, þetta er svolítið snúið, langur kafli frá æfingaferð og að móti. Það verður að stilla af álagið, erum búnir að hugsa það svo sem en maður er alltaf að endurskoða eitthvað," sagði Vigfús að lokum.

Sjá einnig:
„Sagði þá að ég myndi alltaf koma aftur í þjálfun á réttum tímapunkti" (24. nóv)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner