Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. apríl 2021 19:35
Aksentije Milisic
Lagerback: Besta við fótboltann er að litla liðið getur alltaf unnið það stóra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi í dag við Lars Lagerback á Instagram síðu sinni.

Áslaug hefur rætt við framúrskarandi einstaklinga undanfarið og nú var röðin komin að Lagerback.

Lagerback er í þjálfunarteymi íslenska landsliðsins en hann er í guðatölu hér á landi eftir stórkostlegan árangur landsliðsins á EM í Frakklandi árið 2016.

„Það sem er best við fótbolta í samanburði við aðrar íþróttir er það að litla liðið getur alltaf unnið það stóra. Það er það mesta áhugaverða við fótbolta. Þegar Ísland mætir England þá er alltaf séns. Leikmenn Englands eru með betra CV en leikmenn Íslands en samt átt þú alltaf möguleika, það heillar mig mest," sagði Lars þegar Áslaug spurði hann út í hvað gerir fótboltann svona sérstakann.

Áslaug spurði Lars út í það hvað þarf að hafa til þess að ná árangri í þessari íþrótt.

„Þú þarft að vera andlega sterkur til þess að ná langt í fótbolta. Það er á öllum sviðum lífsins en sérstaklega í íþróttum. Karakter og andlegur styrkur. Þú þarft að hafa hæfileika og þú verður að æfa vel. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er karakterinn þar og andlegi styrkurinn gífurlega mikill."

Áslaug og Lars ræddu þá um hvað sé mesta afrek Lars á ferlinum, íslenska landsliðið og fleira. Spjallið má sjá í heild sinni á Instagram síðu Áslaugar.



Athugasemdir
banner
banner
banner