Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 15. apríl 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Ronaldo myndi skora 25 mörk eða meira ef hann væri hjá Arsenal“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan er á því að Cristiano Ronaldo myndi skora 25 mörk eða meira ef hann væri á mála hjá Arsenal í dag.

Morgan kvartaði yfir frammistöðu Arsenal á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi.

Arsenal hefur átt stórkostlegt tímabil en tapaði óvænt fyrir Aston Villa á Emirates-leikvanginum og er titillinn því ekki lengur í höndum Arsenal.

Einn á X sagði við Morgan að hann ætti að biðja sinn heittelskaða Cristiano Ronaldo um að hjálpa Arsenal og er það eitthvað sem sjónvarpsmaðurinn myndi hafa áhuga á.

„Ég held að Cristiano Ronaldo myndi skora 25 mörk eða meira ef hann væri í okkar liði og bara miðað við þjónustuna sem hann myndi fá. Þessi afneitun Arteta að setja það í forgang að fá topp framherja er hans eini og stærsti blindi punktur,“ sagði Morgan á X.

Arsenal og Liverpool eru bæði tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City þegar sex leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner