Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. maí 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Wilder 'eini úrvalsdeildarstjórinn sem tekur strætó'
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, stjóri Sheffield United, afrekaði það að koma liðinu beint upp úr Championship deildinni með að enda í öðru sæti á tímabilinu. Hann var valinn knattspyrnustjóri ársins á Englandi af enska knattspyrnustjórasambandinu og hafði betur í kapphlaupi við Josep Guardiola, Jürgen Klopp og Mauricio Pochettino meðal annarra.

Enskir fjölmiðlar eru hrifnir af Wilder og tala um hann sem eina úrvalsdeildarstjórann sem tekur strætó.

„Ég elska strætó. Ég fór alltaf í skólann með þessum strætó. Núna á ég aðeins meiri pening og bý í ríka hverfinu en ég tek ennþá sama strætó til að fara á barinn," sagði Wilder í beinni útsendingu á BBC.

„Það hefur nokkrum sinnum gerst að strætóbílstjórinn stöðvi strætóinn til að fá 'sjálfu' með mér. Aldraða fólkið fyrir aftan er alltaf jafn hissa þegar það gerist."

Sheffield Utd. endaði með 89 stig úr 46 deildarleikjum. Leeds var í þriðja sæti með 83 stig, en fékk aðeins eitt stig úr síðustu fjórum umferðunum.




Athugasemdir
banner