Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 15. maí 2019 14:07
Elvar Geir Magnússon
Tottenham ræðir við föður Julian Brandt
Julian Brandt er 23 ára.
Julian Brandt er 23 ára.
Mynd: Getty Images
Tottenham reynir að fá þýska landsliðsmanninn Julian Brandt, 23 ára, frá Bayer Leverkusen.

Talið er að Brandt yfirgefi þýska félagið í sumar, sama hvort Leverkusen tryggi sér Meistaradeildarsæti eða ekki í lokaumferðinni.

Brandt er á leið inn í síðustu tvö ár af samningi sínum og getur yfirgefið Leverkusen fyrir aðeins 21 milljón punda vegna riftunarákvæðis í samningi hans.

Sóknarmiðjumaðurinn er kominn með níu mörk og sautján stoðsendingar á þessu tímabili. Mörg félög hafa horft til hans, þar á meðal Liverpool, Borussia Dortmund og Atletico Madrid.

Jurgen Klopp er sagður hrifinn af leikmanninum og reyndi að fá hann 2017.

SportBild segir að Tottenham sé í viðræðum við föður Brandt en Tottenham hefur ekki keypt leikmann inn í aðalliðið síðan félagið fékk til sín Lucas Moura fyrir átján mánuðum.

Framtíð Christian Eriksen er enn í óvissu en hann á ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Real Madrid er sagt hafa áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner