Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 15. maí 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Víkingur gefur flóttafólki árskort á heimaleiki
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Knattspyrnudeild Víkings R. er búið að gefa Rauða krossinum árskort á heimaleiki liðsins sem flóttafólk getur notað í sumar.

Hér á landi hafa verið uppi miklar umræður í sambandi við hælisleitendur og flóttafólk sem sækjast eftir betri aðstöðu og fleiri tækifærum hér á landi.

Aðkomendurnir hafa meðal annars mótmælt bágum kjörum sínum á Keflavíkurflugvelli og ætlar knattspyrnudeild Víkings að leggja sitt af mörkum til að hjálpa flóttafólki að aðlagast nýju umhverfi.

„Framtakinu er ætlað að stuðla að gagnkvæmri aðlögun flóttafólks og heimamanna í íslensku samfélagi," segir í Twitter færslu Víkings.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner