Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. maí 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Af hverju geta þessir milljónamæringar farið að spila en ég get ekki farið á barinn?"
Pappa-áhorfendur.
Pappa-áhorfendur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þann 11. mars fór síðasti leikurinn í þýsku Bundesliga fram áður en ákveðið var að fresta mótinu. Sama dag varaði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, þjóðina við því að allt að 70% hennar gæti smitast af veirunni. Alls hafa tæplega 8000 manns látið lífið vegna veirunnar sem er mikið afrek ef mið er tekið við af svörtustu spám.

Bundesliga hefst á ný á morgun og leikið er fyrir luktum dyrum líkt og var gert í leik Borussia Mönchengladbach og Köln, síðasta leiknum fyrir frestun. „Það er mikil umræða í Þýskalandi og margir andvígir knattspyrnu og Bundesliga í okkar samfélagi þessa stundina," segir Jörg Jakob ritstjóri þýska tímaritsins Kicker.

„Í síðustu viku, skömmu áður en ákveðið var að leyfa keppni á ný, var stór hópur fólks á móti því að Bundesliga myndi hefjast á ný. Það eru sjónarmið eins og: 'Af hverju geta þessir milljónamæringar farið að spila en ég get ekki farið á barinn?' og 'Þeir þurfa pening því þeir hafa eytt honum í mikla vitleysu'."

„Eina ástæðan fyrir því að Bundesliga er að hefjast er sú að staðan er slæm og mörg félög verða gjaldþrota ef þau fá ekki greiðslur frá sýningarrétthöfum fyrir síðasta hluta tímabilsins."


Sjá einnig:
Hátt hlutfall liða í Þýskalandi stefnir í gjaldþrot
Þýski boltinn byrjar aftur að rúlla - Þetta þarftu að vita
Þýskaland um helgina - Dortmund og Schalke mætast í fjandslag
Athugasemdir
banner
banner