Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
banner
   lau 15. maí 2021 18:22
Anton Freyr Jónsson
Andri Hjörvar: Mér fannst vera von þarna á tímabili
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er pínu svekktur, mér fannst vera smá von þarna á tímabili að fá meira út úr leiknum en svo fór sem fór. Við erum að gera marga hluti alveg ágætlega en því miður ekki nógu oft." voru fyrstu viðbrögð Andra Hjörvars Albertssonar þjálfara Þórs/KA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þór/KA

„Í markinu sem við skorum að það var akkúrat uppleggið sem við lögðum upp með að reyna skora mörkin svona. Við gerum þetta bara því miður nógu oft og við vorum undir í baráttunni á nokkrum sviðum inn í okkar teig aðallega."

Hvernig fannst Andra leikurinn spilast í dag?

„Mér fannst við byrja leikinn ákaflega vel eiginlega bara eins og við gerðum í síðasta leik á móti Selfossi.Mér fannst við vera mjög sprækar og ferskar, við náðum að pressa á þær frekar hátt uppi á vellinum og koma þeim í smá vandræði en svo duttum við aftur niður og vorum kannski að spila varnarleikinn frekar en sóknarleikinn."

Þór/KA fékk á sig þrjú mörk í dag og var Andri Hjörvar spurður út í varnarleik liðsins.

„Varnarleikurinn var, það er skrítið að segja þetta en hann var ágætur, við fengum á okkur alltof marga krossa og stöðurnar sem þær komast í til að taka þessa krossa gerðist örugglega of oft að mínu mati."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner