Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 15. maí 2021 18:22
Anton Freyr Jónsson
Andri Hjörvar: Mér fannst vera von þarna á tímabili
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er pínu svekktur, mér fannst vera smá von þarna á tímabili að fá meira út úr leiknum en svo fór sem fór. Við erum að gera marga hluti alveg ágætlega en því miður ekki nógu oft." voru fyrstu viðbrögð Andra Hjörvars Albertssonar þjálfara Þórs/KA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þór/KA

„Í markinu sem við skorum að það var akkúrat uppleggið sem við lögðum upp með að reyna skora mörkin svona. Við gerum þetta bara því miður nógu oft og við vorum undir í baráttunni á nokkrum sviðum inn í okkar teig aðallega."

Hvernig fannst Andra leikurinn spilast í dag?

„Mér fannst við byrja leikinn ákaflega vel eiginlega bara eins og við gerðum í síðasta leik á móti Selfossi.Mér fannst við vera mjög sprækar og ferskar, við náðum að pressa á þær frekar hátt uppi á vellinum og koma þeim í smá vandræði en svo duttum við aftur niður og vorum kannski að spila varnarleikinn frekar en sóknarleikinn."

Þór/KA fékk á sig þrjú mörk í dag og var Andri Hjörvar spurður út í varnarleik liðsins.

„Varnarleikurinn var, það er skrítið að segja þetta en hann var ágætur, við fengum á okkur alltof marga krossa og stöðurnar sem þær komast í til að taka þessa krossa gerðist örugglega of oft að mínu mati."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir