Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 15. maí 2021 18:22
Anton Freyr Jónsson
Andri Hjörvar: Mér fannst vera von þarna á tímabili
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er pínu svekktur, mér fannst vera smá von þarna á tímabili að fá meira út úr leiknum en svo fór sem fór. Við erum að gera marga hluti alveg ágætlega en því miður ekki nógu oft." voru fyrstu viðbrögð Andra Hjörvars Albertssonar þjálfara Þórs/KA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þór/KA

„Í markinu sem við skorum að það var akkúrat uppleggið sem við lögðum upp með að reyna skora mörkin svona. Við gerum þetta bara því miður nógu oft og við vorum undir í baráttunni á nokkrum sviðum inn í okkar teig aðallega."

Hvernig fannst Andra leikurinn spilast í dag?

„Mér fannst við byrja leikinn ákaflega vel eiginlega bara eins og við gerðum í síðasta leik á móti Selfossi.Mér fannst við vera mjög sprækar og ferskar, við náðum að pressa á þær frekar hátt uppi á vellinum og koma þeim í smá vandræði en svo duttum við aftur niður og vorum kannski að spila varnarleikinn frekar en sóknarleikinn."

Þór/KA fékk á sig þrjú mörk í dag og var Andri Hjörvar spurður út í varnarleik liðsins.

„Varnarleikurinn var, það er skrítið að segja þetta en hann var ágætur, við fengum á okkur alltof marga krossa og stöðurnar sem þær komast í til að taka þessa krossa gerðist örugglega of oft að mínu mati."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner