banner
   lau 15. maí 2021 17:08
Victor Pálsson
Zlatan spilar ekki á EM
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, mun ekki spila með sænska landsliðinu á EM í sumar

Þetta var staðfest í dag en Zlatan er að glíma við hnémeiðsli og verður ekki klár áður en flautað er til leiks 11. júní.

Það er því ansi líklegt að Zlatan sé búinn að spila á sínu síðasta stórmóti en hann er 39 ára gamall.

Sænska landsliðið staðfesti þessar fregnir í dag en Zlatan sneri aðeins aftur í landsliðið í mars á þessu ári.

Hann hafði ekki leikið með landsliðinu í heil fimm ár og lagði upp í undankeppni HM gegn Georgíu í endurkomunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner