Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 15. maí 2023 09:57
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry stígur fram - „Sé mikið eftir þessu 'pirrings' sparki“
Kjartan í leiknum í gær.
Kjartan í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kjartan Henry Finnbogason sóknarmaður FH var stálheppinn að fá ekki rautt spjald í 2-0 tapi FH gegn Víkingi í gær. Sparkspekingar eru sammála um að í tvígang hafi Kjartan átt að sjá rauða spjaldið í fyrri hálfleik.

Sjá einnig:
Með ólíkindum að Kjartan Henry sé enn inni á vellinum

Kjartan sparkaði frá sér í baráttu við Birni Snæ Ingason og var nálægt því að sparka í andlitið á honum. Seinna í hálfleiknum var Nikolaj Hansen blóðugur eftir að hafa fengið olnbogaskot frá Kjartani í baráttu í teignum.

Kjartan hefur nú stigið fram á Twitter, þar segir hann sjá eftir þessu sparki í átt að Birni en segir það fjarri lagi að hann hafi viljandi gefið Hansen olnbogaskot.

„Eftir að hafa séð þessi leiðinlegu atvik aftur þá sé ég mikið eftir þessu 'pirrings' sparki í átt að Birni. Hefði getað endað illa, gerði það ekki en á aldrei að eiga sér stað," skrifar Kjartan.

„En það að ég hafi viljandi gefið Nico olnbogaskot er svo fjarri lagi, þetta var algjört óviljaverk. Ég var að dekka einn sterkasta framherja deildarinnar og reyna að passa að hann kæmist ekki fram fyrir mig. Sem betur fer slapp hann með blóðnasir. Annað eins hefur gerst á fótboltavelli. Óska Víkingum nær og fjær til hamingju með sigurinn."

Hér fyrir neðan má sjá umræðu úr Stúkunni um lætin í Fossvoginum í gær og hlusta á Innkastið þar sem málin voru rædd.



Innkastið - KR á botninum og hiti í Hamingjunni
Athugasemdir
banner
banner