Barcelona tryggði sér spænska deildarmeistaratitilinn í 28. sinn í kvöld þegar liðið lagði granna sína í Espanyol.
Barcelona lagði Real Madrid í titilbaráttuslag í síðustu umferð og þurfti sigur í kvöld til að gulltryggja titilinn þegar tvær umferðir eru enn eftir.
Lamine Yamal kom Barcelona yfir snemma í seinni hálfleik með glæsilegu skoti í bláhornið. Espanyol spilaði síðasta stundafjórðunginn manni færri því Leeandro Cabrera fékk rautt spjald fyrir að kýla Yamal í magann.
Í uppbótatíma skoraði Fermin Lopez og gulltryggði Barcelona sigurinn og titilinn.
Athletic Bilbao tryggði sér þá sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð með sigri á Getafe.
Espanyol 0 - 2 Barcelona
0-1 Lamine Yamal ('53 )
0-2 Fermin Lopez ('90 )
Rautt spjald: Leandro Cabrera, Espanyol ('80)
Getafe 0 - 2 Athletic
0-1 Gorka Guruzeta ('76 )
0-2 Dani Vivian ('89 )
???? LA LIGA CHAMPIONS! ???? pic.twitter.com/H0L5d4wiAm
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 15, 2025