Jamie Vardy mun halda sitt síðasta partý sem leikmaður Leicester á sunnudaginn er þeir spila gegn Ipswich.
Það verður hans lokaleikur fyrir félagið en hann mun ekki spila í lokaumferðinni gegn Bournemouth; hann mun kveðja Leicester á heimavelli.
Það verður hans lokaleikur fyrir félagið en hann mun ekki spila í lokaumferðinni gegn Bournemouth; hann mun kveðja Leicester á heimavelli.
Vardy getur í lokaleiknum náð miklum áfanga ef hann skorar eitt mark því hann er búinn að skora 199 mörk í 499 leikjum fyrir félagið. Það er spurning hvort að hann nái að brjóta 200 marka múrinn í 500. leiknum fyrir Leicester.
„Við viljum kveðja hann á sem bestan hátt," sagði Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, um Vardy en hann vonast til þess að hann verði á meðal markaskorara gegn Ipswich.
Vardy kveður sem besti leikmaður í sögu Leicester en saga hans er ótrúleg; hann fór úr utandeildinni og varð lykilmaður í mögnuðu Englandsmeistaraliði.
Athugasemdir