Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. júní 2021 09:39
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Sancho til Man Utd og Grealish til Chelsea
Powerade
Jadon Sancho er á leið til Man Utd.
Jadon Sancho er á leið til Man Utd.
Mynd: EPA
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Endar Gross í Liverpool?
Endar Gross í Liverpool?
Mynd: Getty Images
Hér kemur hann sjóðheitur að vanda, slúðurpakki dagsins þar sem búið er að taka saman helsta slúðrið í ensku miðlunum.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo neitar enn einu sinni að útiloka að hann yfirgefi Juventus áður en samningur hans rennur út á næsa ári. Hann hefur verið orðaður við Man Utd og Juve ku vilja selja hann. (Express)

Raheem Sterling mun hefja viðræður við Manchester City um framtíð sína hjá félaginu þegar EM 2020 lýkur. (Telegraph)

Jadon Sancho kantmaður enska landsliðsins á von á að hann verði leikmaður Manchester United þrátt fyrir að Borussia Dortmund hafi hafnað 67 milljón punda tilboði í hann. Þýska félagið vill fá 77 milljónir punda auk viðbótargreiðslna. (Manchester Evening News)

Chelsea er núna líklegast til að hreppa Jack Grealish leikmann Aston Villa í sumar en bæði Manchester félögin hafa viljað fá þennan 25 ára gamla leikmann. (Mirror)

Manchester United er eitt nokkurra félaga sem vlilja fá Keylor Navas, 34 ára gamlan markvörð PSG og Kosta Ríka. (Marca)

Ekki er búist við að gengið verði frá félagaskiptum Granit Xhaka frá Arsenal til Roma á næstunni því viðræður milli félaganna hafa siglt í strand. (Express)

Aron Ramsay miðjumaður Juventus og welska landsliðsins gæti verið á leið í enska boltann að nýju. Hann hefur verið orðaður við Crystal Palace, West Ham og Everton auk hans gamla félags, Arsenal. (Calciomercato)

Liverpool hefur áhuga á að fá þýska miðjumanninn Pascal Gross frá Brighton. (Tuttomercato)

Newcastle ætlar að reyna að fá miðvörðinn Nathaniel Phillips frá Liverpool í sumar en Burnley hefur líka áhuga. Ólíklegt er að hann fái spilatíma hjá Liverpool þegar Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip snúa aftur eftir meiðsli. (Mail)

Neil Lennon stjóri Celtic telur að Kieran Thierney sem áður spilaði fyrir hann en er í dag hjá Arsenal gæti endað hjá Manchester City. (Times)

Raphael Varane gæti yfirgefið Real Madrid en Man Utd og PSG hafi áhuga. Hann vill frekar fara til Frakklands sem er heimaland hans og gæti kostað 60 milljónir evra. (Caught offiside)

Boubakary Soumare gæti gengið í raðir Leicester frá Lille í vikunni en Wolves og Everton hafa líka áhuga. (Mail)

James Tarkowski varnarmaður Burnley fer til West Ham í sumar. (Football Insider)

Everton hefur áhuga á að fá Matheus Nunes frá Sporting Lisbon. Hann gæti kostað 15 milljónir punda auk bónusa. (Daily Star)
Athugasemdir
banner