Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 15. júlí 2019 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Þórhallur Víkingsson hættur með HK/Víking (Staðfest)
Kvenaboltinn
Þórhallur Víkingsson er hættur
Þórhallur Víkingsson er hættur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Víkingsson er hættur með HK/Víking en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í kvöld.

Þórhallur tók við liðinu í október árið 2017 en hann hafði áður þjálfað 2. flokk félagsins.

Honum tókst að halda liðinu uppi i efstu deild á fyrsta tímabili en hann komst að samkomulagi við knattspyrnudeild HK/Víkings um að láta af störfum í dag.

Rakel Logadóttir mun stýra liðinu í næstu leikjum og verður Lára Hafliðadóttir henni til aðstoðar.

HK/Víkingur er í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig þegar liðið er búið að spila átta leiki.
Athugasemdir
banner