Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 15. júlí 2020 17:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Áttundi sigur Brentford í röð - Sá markahæsti skoraði
Watkins hefur fagnað ófáum sinnum í vetur.
Watkins hefur fagnað ófáum sinnum í vetur.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum af samtals fjórum í dag er lokið í ensku Championship-deildinni. Leikið var á heimavelli Brentford og Bristol í leikjum sem hófust klukkan 16:00.

Í Brentford tóku heimamenn, sem eru í góðum möguleika á því að fara beint upp í úrvalsdeildina, á móti Preston. Heimamenn sigruðu leikinn með einu marki gegn engu og var það markavélin Ollie Watkins sem skoraði sigurmarkið strax á 4. mínútu. Watkins er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Brentford hefur nú unnið átta leiki í röð og er nú stigi á eftir WBA þegar sex stig eru í pottinum, bæði lið eiga tvo leiki eftir. Í Bristol tóku heimamenn í City á móti Stoke. Filip Benkovic kom heimamönnum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danny Batth jafnaði leikinn fyrir Stoke á 64. mínútu.

Tap Preston fór svo gott sem með vonir félagsins um umspilssæti, liðið er fimm stigum á eftir Cardiff. Jafntefli Bristol þýðir að liðið er einnig fimm stigum á eftir Cardiff. Stigið er ansi dýrmætt fyrir Stoke hins vegar þar sem liðið er nú fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Bristol City 1 - 1 Stoke City
1-0 Filip Benkovic ('45 )
1-1 Danny Batth ('64 )


Brentford 1 - 0 Preston NE
1-0 Ollie Watkins ('4 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner