Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. júlí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Kaj Leo á langflestar fyrirgjafir
Kaj Leó í Bartalsstovu.
Kaj Leó í Bartalsstovu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski kantmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu hefur átt langflestar fyrirgjafir í Pepsi Max-deildinni í sumar samkvæmt tölfræði Wyscout.

Kaj Leo hefur átt 50 fyrirgjafir í sex leikjum sem er 16 fyrirgjöfum meira en Kristinn Jónsson sem kemur næstur.

28% af fyrirgjöfum Kaj Leó hafa ratað á samherja en hann hefur lagt upp tvö mörk hingað til í deildinni.

Tölfræðin frá Wyscout er eftir fyrstu sex umferðirnar en Stjarnan á þrjá leiki inni á önnur lið og KA, KR og FH eiga öll einn leik inni.

Flestar fyrirgjafir hjá liðum
1. Valur 154
2. Breiðablik 139
3. KR 126
4. ÍA 106
5. Fylkir 105

Flestar fyrirgjafir hjá leikmönnum
1. Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) 50 - 28% á samherja
2. Kristinn Jónsson (KR) 34 - 29,7% á samherja
3. Atli Sigurjónsson (KR) 32 - 41% á samherja
4. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) 29 - 31% á samherja
5. Birkir Már Sævarsson (Valur) 28 - 48,3% á samherja
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner