Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. júlí 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Milan kaupir Kjær frá Sevilla
Simon KJær í baráttunni við Cristiano Ronaldo
Simon KJær í baráttunni við Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan er að ganga frá kaupum á danska varnarmanninum Simon Kjær frá Sevilla. Þetta kemur fram í öllum helstu miðlum á Ítalíu.

Kjær, sem er 31 árs gamall, gekk til liðs við Milan á láni frá Sevilla í janúar en hann hafði verið á láni hjá Atalanta fyrra hluta tímabilsins.

Milan er með forkaupsrétt á Kjær og getur félagið keypt hann á 3,5 milljónir evra.

Samkvæmt ítölsku miðlunum hefur Milan ákveðið að virkja ákvæðið en lánssamningur hans rennur út í dag.

Kjær hefur spilað 14 leiki í Seríu A á leiktíðinni og er lykilmaður í vörn Milan. Félagaskipti hans verða kynnt á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner