Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 15. júlí 2022 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Fjölnir skoraði fjögur á Akureyri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þór 1 - 4 Fjölnir
0-1 Andri Freyr Jónasson ('5)
0-2 Lúkas Logi Heimisson ('11)
1-2 Harley Willard ('20)
1-3 Guðmundur Karl Guðmundsson ('43)
1-4 Reynir Haraldsson ('65)


Lestu um leikinn: Þór 1 -  4 Fjölnir

Slakt gengi Þórs í Lengjudeildinni virðist engan endi ætla að taka og steinlá liðið á heimavelli gegn Fjölni í dag.

Liðin mættust í nokkuð fjörugum leik þar sem varnarleikur Þórsara var til skammar í upphafi leiks og gestirnir úr Grafarvogi komnir í tveggja marka forystu eftir tæpan stundarfjórðung.

Akureyringar blésu til sóknar og minnkaði Harley Willard muninn þegar hann fylgdi vítaspyrnu eftir með marki. Þeir voru óheppnir að jafna ekki leikinn en Sigurjón Daði Harðarson átti stórleik á milli stanga gestanna.

Guðmundur Karl Guðmundsson gerði þriðja mark Fjölnis skömmu fyrir leikhlé en það kom gegn gangi leiksins, staðan 1-3 í leikhlé. Svo gerði Reynir Haraldsson endanlega út um viðureignina með fjórða markinu snemma í seinni hálfleik.

Staðan var þá orðin 1-4 fyrir Fjölni þrátt fyrir þokkalegt jafnræði á vellinum. Leikurinn dó út við fjórða mark Fjölnis og reyndu Þórsarar að minnka muninn undir lokin en án árangurs.

Þór er með ellefu stig eftir tólf umferðir, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Fjölnir er í fimmta sæti eftir sigurinn, fjórum stigum eftir toppliði Fylkis.


Athugasemdir
banner
banner