
Njarðvík hefur samið við spænska framherjann Manuel Gavilán um að með félaginu í Lengjudeildinni á lokakafla tímabilsins.
Gavilán kemur til Njarðvíkur frá CD Toledo á Spáni. Hann er reynslumikill leikmaður sem hóf feril sinn hjá Real Betis. Á ferli sínum hefur hann leikið á Spáni (Liga 2 og 3), á Ítalíu (Serie C), í austurrísku úrvalsdeildinni og í Hong Kong þar sem hann varð tvívegis landsmeistari.
Gavilán kemur til Njarðvíkur frá CD Toledo á Spáni. Hann er reynslumikill leikmaður sem hóf feril sinn hjá Real Betis. Á ferli sínum hefur hann leikið á Spáni (Liga 2 og 3), á Ítalíu (Serie C), í austurrísku úrvalsdeildinni og í Hong Kong þar sem hann varð tvívegis landsmeistari.
Hann á að baki tólf landsleiki og tvö mörk fyrir yngri landslið Spánar og var Evrópumeistari með U17-ára landsliði Spánar árið 2008.
Gavilan skoraði í úrslitaleiknum á því móti en Thiago Alcantara, fyrrum leikmaður Barcelona og Liverpool, var einnig á meðal markaskorara í þeim leik.
Gavilan, sem er orðinn 34 ára gamall, kemur til landsins á morgun, miðvikudag.
Njarðvík er í baráttu um að komast upp í Bestu deildina en liðið er sem stendur einu stigi frá toppnum.
Athugasemdir