Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. ágúst 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Alexis Sanchez neitar að fara frá Manchester United
Powerade
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Dybala er ekki lengur á óskalista Tottenham.
Dybala er ekki lengur á óskalista Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru áfram á tánum. Hér er helsta slúður dagsins. BBC tók saman.



Alexis Sanchez neitar að fara frá Manchester United í sumar þrátt fyrir að Ole Gunnar Solskjær hafi hótað að senda hann í varaliðið. Roma hafði sýnt Sanchez áhuga en ítalska félagið er nú farið að skoða aðra leikmenn. (Sun)

AC Milan, Juventus og Napoli hafa öll áhuga á Sanchez samkvæmt öðrum fréttum. (Mail)

Real Madrid hafnaði beiðni frá PSG um að fá Vinicus Junior (19) sem hluta af kaupverðinu fyrir Neymar. (AS)

PSG vill reyna að fá Luka Modric (33) og Casemiro (27) sem hluta af kaupverðinu ef Real kaupir Neymar. (Marca)

Neymar æfði einn í gær og mun halda því áfram þar til hann verður seldur. (Mundo Deportivo)

PSG hefur hafnað stórum tilboðum frá Barcelona og Real Madrid í Neymar. (Mirror)

Philippe Coutinho (27) gæti farið frá Barcelona til PSG, hvort sem Neymar fer til Börsunga í staðinn eða ekki. (Goal)

Ólíklegt er að Danny Rose (29) fari frá Tottenham fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Hann er ennþá í áætlunum Mauricio Pocettino. (Football.London)

Tottenham hefur engan áhuga lengur á Paulo Dybala (25) þó leikmaðurinn vilji sjálfur fara frá Juvents. (Di Marzio)

Victor Lindelöf (25) miðvörður Manchester United er að ganga frá nýjum samningi. Lindelöf er með 75 þúsund pund í laun á viku í dag en launin munu hækka mikið með nýja samningnum. (Aftonbladet)

Bayern Munchen gæti endurvakið áhuga sinn á Leroy Sane (23) kantmanni Manchester City þrátt fyrir að leikmaðurinn verði frá keppni vegna meiðsla nánast allt tímabilið. (Bild)

Mancester United ákvað að hætta við að fá Bruno Fernandes (24) miðjumann Sporting Lisabon þar sem njósnarar félagsins telja að hann tapi boltanum of oft. (Mail)

Alex Iwobi (23) kantmaður Everton segist hafa farið frá Arsenal til að sanna að hann sé ekki lengur bara efnilegur. (Mirror)

Borussia Dortmund hafnaði tilboði frá stóru félagi í Evrópu í Jordan Sancho (19) í sumar. Sancho hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United. (Ruhr Nachricten)

Framherjinn Jonathan Kodjia (28) gæti farið frá Aston Villa til Besiktas í Tyrklandi. (Ortacizgi)

Tottenham ætlar að segjast aftur niður með Christian Eriksen (27) og ræða framlengingu á samningi áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar 2. september. Real Madrid og Juventus vilja fá Eriksen en samningur hans hjá Tottenham rennur út næsta sumar. (Independent)

Daniel Sturridge, fyrrum framherji Liverpool, er á leið til Trabzonspor í Tyrklandi en hann fær 2,8 milljónir punda í árslaun. (Goal)

Arsenal fær 10% af kaupverðinu eftir að Jeff Reine-Adelaide, fyrrum miðjumaður liðsins, var seldur rá Angers til Lyon á 23,1 milljón punda. (Sun)

Mónakó er að skoða Blauise Matuidi (32) og Daniele Rugani (25) leikmenn Juventus. (Gazzetta dello Sport)

Tottenham reiknar ekki emð að fá Fernando Llorente (34) aftur til félagsins í sumar. (Evening Standard)

Athugasemdir
banner
banner
banner