Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 15. ágúst 2020 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Hamrarnir stöðvuðu sigurgöngu Grindavíkur
Grindavík er í öðru sæti deildarinnar.
Grindavík er í öðru sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 0 - 0 Hamrarnir

Niðurstaðan var markalaust jafntefli þegar Grindavík og Hamrarnir áttust við suður með sjó í 2. deild kvenna í dag.

Bæði þessi lið ætla sér að vera með í baráttunni um að fara upp og þar er hvert stig mikilvægt.

Hvorugt liðið náði að skora á Grindavíkurvelli í dag og marklaust jafntefli því staðreynd.

Hamrarnir eru með 11 stig í fjórða sæti og Grindavík, sem spáð var efsta sætinu fyrir mót, er í öðru sæti með 13 stig. Grindavík átti erfiða byrjun á tímabilinu en hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir leikinn í dag.

HK er á toppnum með 21 stig og hefur hingað til unnið alla sína leiki. Tvö efstu lið deildarinnar í lok móts komast upp í Lengjudeildina.
Athugasemdir
banner
banner