Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Hugarburðarbolti GW 10 Hver er hinn fullkomni fantasy leikmaður?
Enski boltinn - Klippingin bíður betri tíma
Kjaftæðið - Aron Sig og Matti Villa ræddu Enska, sumarið og ferilinn!
Útvarpsþátturinn - KR, Liverpool og Kjærnested
Kjaftæðið - Stóra uppgjörið úr Bestu með Viktori Unnari
Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
   lau 15. ágúst 2020 18:39
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Hefði ekki verið ósanngjarnt að jafna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta tap Arnars Grétarssonar sem þjálfara KA kom í dag á Origovellinum þar sem leikmenn hans töpuðu 0-1 fyrir Val.

„Fyrst og fremst er ég bara svekktur með að tapa, markið sem við fáum á okkur er í ódýrari kantinum og það kemur okkur í erfiða stöðu."

Arnar var nokkuð sáttur við leik sinna manna er á leikinn leið.

„Mér fannst menn stíga upp í seinni hálfleik og stíga upp á þá þannig að í lokin þá falla þeir til baka.  Auðvitað hefði maður viljað fá jöfnunarmarkið, það hefði ekkert verið ósanngjarnt held ég."

„Við komust í seinni hálfleik oft í ákjósanlegar stöður til að komast í gegn, fengum fullt af sénsum á krossum, hornspyrnur og stöður þar sem við hefðum getað skotið en fórum til hliðar. Vantaði herslumun en ég var mjög ánægður með baráttuna, á því er hægt að byggja."


Það var lítið um færi í leiknum, var Covid-ryð í mannskapnum?

„Auðvitað er það þannig að það hlýtur á bitna á liðunum að æfa með þessari tveggja metra reglu, þú gast gert ákveðna hluti en þar sem að þú máttir ekki spila þá er ekkert ólíklegt að sé ryð í mönnum."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir, því miður voru myndvandamál í gangi svo einungis er um útvarpsviðtal er að ræða. 
Athugasemdir
banner
banner