Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Útvarpsþátturinn - Ólafur Ingi, fréttir úr Bestu og Davíð Snorri á línunni
Fótboltasjúkur á frábærum stað - „Hjólin fóru að snúast eftir þetta viðtal"
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
banner
   lau 15. ágúst 2020 18:39
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Hefði ekki verið ósanngjarnt að jafna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta tap Arnars Grétarssonar sem þjálfara KA kom í dag á Origovellinum þar sem leikmenn hans töpuðu 0-1 fyrir Val.

„Fyrst og fremst er ég bara svekktur með að tapa, markið sem við fáum á okkur er í ódýrari kantinum og það kemur okkur í erfiða stöðu."

Arnar var nokkuð sáttur við leik sinna manna er á leikinn leið.

„Mér fannst menn stíga upp í seinni hálfleik og stíga upp á þá þannig að í lokin þá falla þeir til baka.  Auðvitað hefði maður viljað fá jöfnunarmarkið, það hefði ekkert verið ósanngjarnt held ég."

„Við komust í seinni hálfleik oft í ákjósanlegar stöður til að komast í gegn, fengum fullt af sénsum á krossum, hornspyrnur og stöður þar sem við hefðum getað skotið en fórum til hliðar. Vantaði herslumun en ég var mjög ánægður með baráttuna, á því er hægt að byggja."


Það var lítið um færi í leiknum, var Covid-ryð í mannskapnum?

„Auðvitað er það þannig að það hlýtur á bitna á liðunum að æfa með þessari tveggja metra reglu, þú gast gert ákveðna hluti en þar sem að þú máttir ekki spila þá er ekkert ólíklegt að sé ryð í mönnum."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir, því miður voru myndvandamál í gangi svo einungis er um útvarpsviðtal er að ræða. 
Athugasemdir
banner
banner