lau 15. ágúst 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gaya hafnaði viðræðum við Man Utd og Arsenal
Gaya hefur spilað 227 leiki fyrir aðallið Valencia.
Gaya hefur spilað 227 leiki fyrir aðallið Valencia.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn öflugi Jose Luis Gaya er eftirsóttur af stórliðum í Evrópu en hann vill vera áfram hjá Valencia vegna ástar sinnar á félaginu.

Valencia er opið fyrir því að selja alla leikmenn sína eftir slakt tímabil en Gaya hefur verið lykilmaður hjá félaginu síðustu sex ár.

Gaya er aðeins 25 ára gamall og segja spænskir fjölmiðlar að hann hafi hafnað samningsviðræðum við félög á borð við Atletico Madrid, Manchester United og Arsenal til að vera áfram hjá Valencia.

Gaya á sjö leiki að baki fyrir A-landslið Spánar og var lykilmaður í gífurlega sterkum U19 og U21 landsliðum fyrir nokkrum árum.

Á síðustu vikum hefur félagið losað sig við Ferran Torres, Francis Coquelin og Dani Parejo. Allir voru þeir seldir á útsöluverði nema fyrirliðinn Parejo sem fékk að fara frítt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner