Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Árborg heldur pressu í toppbaráttunni
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Hanna Símonardóttir
Það fóru þrír leikir fram í 4. deild karla í kvöld þar sem Árborg vann þægilegan sigur á heimavelli gegn RB.

Elvar Orri Sigurbjörnsson skoraði þrennu fyrir Árborg í 4-0 sigri og eru Sunnlendingar í þriðja sæti deildarinnar eftir þennan sigur, þremur stigum á eftir toppliði Tindastóls.

Hamar missti þá af tækifærinu til að halda sér fyrir ofan nágranna sína í Árborg í toppbaráttunni liðið tapaði heimaleik gegn KÁ.

Bjarki Sigurjónsson var hetja Hafnfirðinga í þeirri viðureign þar sem hann skoraði þrennu í Hveragerði.

Skallagrímur lagði að lokum Kríu að velli í neðri hlutanum. Skallagrímur er núna fimm stigum fyrir ofan botnsætið, með 13 stig eftir 15 umferðir.

Árborg 4 - 0 RB
1-0 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('13 )
2-0 Sigurður Óli Guðjónsson ('50 )
3-0 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('54 )
4-0 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('72 )

Skallagrímur 3 - 1 Kría
1-0 Sölvi Snorrason ('35 )
1-1 Leonidas Baskas ('41 )
2-1 Recoe Reshan Martin ('53 )
3-1 Recoe Reshan Martin ('60 )

Hamar 2 - 4 KÁ
1-0 Óliver Þorkelsson ('9 )
1-1 Þórir Eiðsson ('18 )
1-2 Bjarki Sigurjónsson ('19 )
1-3 Bjarki Sigurjónsson ('41 )
1-4 Bjarki Sigurjónsson ('60 )
2-4 Rodrigo Leonel Depetris ('90 )
Rautt spjald: Ricardo Henrique Ferreira De Carvalho, Hamar ('35)
Athugasemdir
banner
banner