Aron Elís Þrándarson kom Víkingi yfir gegn Flora Tallinn í úrslitaleik liðanna um sæti í 4. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni.
Hann skoraði markið með skalla af stuttu færi en fékk á sama tíma högg á höfuðið. Hann var í kjölfarið borinn af velli.
Hann skoraði markið með skalla af stuttu færi en fékk á sama tíma högg á höfuðið. Hann var í kjölfarið borinn af velli.
Lestu um leikinn: Flora Tallinn 1 - 2 Víkingur R.
Nokkrum mínútum síðar var hann hins vegar aftur mættur á völlinn. Hann lék í rúmt korter eftir að hann kom inn á aftur.
„Markaskorarinn lagðist á grasið, enn að þjást eftir að það var sparkað í höfuð hans áðan. Batakveðjur á Aron," skrifaði Elvar Geir sem textalýsir leiknum á 33. mínútu. Aron var borinn af velli í annað skiptið og inn á fyrir hann kom Erlingur Agnarsson.
Aron Elís er algjör lykilmaður í liði Víkings og vonandi fyrir Víkinga að hann snúi aftur á völlinn sem fyrst.
Staðan í leikhléi er 2-0 fyrir Víking og því eru Víkingar á góðri leið með að komast áfram í næstu umferð.
Hlýjar kveðjur úr klefanum. Takk. pic.twitter.com/o122JIr3lX
— Víkingur (@vikingurfc) August 15, 2024
Athugasemdir