West Ham tilkynnti í dag að Jarrod Bowen sé orðinn nýr fyrirliði liðsins. Hann tekur við fyrirliðabandinu af Kurt Zouma sem var fyrirliði liðsins í fyrra eftir að Declan Rice var seldur til Arsenal.
Zouma er að yfirgefa West Ham í sumar og mögulega fer hann á frjálsri sölu. Það er áhugi frá Shabab Al-Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og einnig frá Sádi-Arabíu.
Zouma er að yfirgefa West Ham í sumar og mögulega fer hann á frjálsri sölu. Það er áhugi frá Shabab Al-Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og einnig frá Sádi-Arabíu.
Bowen er 27 ára sóknarmaður sem kom til West Ham frá Hull árið 2020. Hann hefur spilað 202 leiki með liðinu, skorað 60 mörk og lagt upp 39.
Hann skoraði sigurmarkið þegar West Ham vann Sambandsdeildina vorið 2023.
Bowen er samningsbundinn West Ham til sumarsins 2030. Hann var í enska hópnum á EM í sumar.
Jarrod Bowen. Captain of West Ham United. pic.twitter.com/aGhrq2BdTH
— West Ham United (@WestHam) August 15, 2024
Athugasemdir