Olympique de Mareille og AFC Bournemouth munu ekki kaupa Eddie Nketiah í sumar eftir að félögin ákvaðu frekar að reyna við önnur skotmörk, þar sem Elye Wahi er kominn til Marseille og Evanilson á leið til Bournemouth.
Það er þó enn mikill áhugi á Nketiah, en Arsenal er talið vilja fá norðan við 30 milljónir punda fyrir framherjann sinn.
Nketiah er 25 ára gamall og hefur ávalt verið varaskeifa hjá uppeldisfélaginu sínu Arsenal, en þó tekist að skora 25 mörk í 103 leikjum á síðustu þremur árum.
Nottingham Forest og Crystal Palace hafa bæði áhuga á Nketiah, en Arsenal er einungis tilbúið til að selja hann á réttu verði. Mikel Arteta lítur á hann sem öflugan varamann fyrir Kai Havertz og Gabriel Jesus, en Nketiah er ungur og vill fá meiri spiltíma heldur en býðst hjá Arsenal.
Nketiah á þrjú ár eftir af samningi sínum við Arsenal.
Athugasemdir