Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 16:48
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Reus kominn til LA Galaxy (Staðfest)
Mynd: EPA
Þýski sóknartengiliðurinn Marco Reus er búinn að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við Los Angeles Galaxy sem leikur í bandarísku MLS deildinni.

Reus kemur á frjálsri sölu eftir að hafa leikið fyrir Borussia Dortmund síðustu 12 ár. Hann er goðsögn hjá félaginu og þá skoraði hann einnig 15 mörk í 48 landsleikjum fyrir Þýskaland.

Þrátt fyrir að hafa verið lykilmaður hjá Dortmund lengi þá tókst Reus aldrei að vinna þýsku deildina eða Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að enda nokkrum sinnum í öðru sæti. Reus vann þýska bikarinn tvisvar sinnum með Dortmund.

Reus er 35 ára gamall og kom að 19 mörkum í 42 leikjum með Dortmund á síðustu leiktíð. Hann hefur því enn upp á margt að bjóða.

Hjá LA Galaxy mun Reus spila samhliða leikmönnum á borð við Riqui Puig og Joseph Paintsil en liðið er á toppi vesturhluta MLS deildarinnar með 49 stig úr 26 umferðum.


Athugasemdir
banner
banner
banner