Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 14:02
Elvar Geir Magnússon
Tottenham setur Bissouma í agabann
Yves Bissouma hefur verið settur í agabann af Tottenham og verður ekki með liðinu í leiknum gegn Leicester á mánudag, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann gerði sig sekan um dómgreindarleysi um síðustu helgi og birti myndband af sér nota hláturgas. Notkun á hláturgasi hefur verið bannað með lögum á Bretlandseyjum síðan 2023.

Bissouma baðst afsökunar á gjörðum sínum en félagið ákvað að setja hann tímabundið til hliðar.

Bissouma æfir áfram með liðinu en félagið hefur tilkynnt honum að hann hafi brugðist kröfum félagsins um sómsamlega hegðun og komi ekki til greina í komandi leik.

Ange Postecoglou stjóri Tottenham segir að leikmenn sínir verði að hegða sér á réttan hátt innan sem utan vallar.

Miðjumaðurinn ætti að vera kominn í leikmannahóp Tottenham gegn Everton laugardaginn 24. ágúst en mikil samkeppni er um sæti á miðsvæði liðsins.

„Hann tók ranga ákvörðun en við gerum öll mistök og eigum að fá tækifæri til að bæta sitt ráð. Líka fótboltamenn. Þetta er nú í höndum Biss," segir Postecoglou.
Athugasemdir
banner
banner
banner