Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 15. september 2019 15:07
Brynjar Ingi Erluson
England: Callum Wilson skoraði tvö í sigri á Everton
Callum Wilson fagnar marki í dag
Callum Wilson fagnar marki í dag
Mynd: Getty Images
Bournemouth 3 - 1 Everton
1-0 Callum Wilson ('23 )
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('44 )
2-1 Ryan Fraser ('67 )
3-1 Callum Wilson ('72 )

Callum Wilson, framherji Bournemouth, reyndist hetja liðsins í 3-1 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann gerði tvö mörk í sigrinum.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og var nálægt því að skora á 5. mínútu en hann virtist þá ætla að koma boltanum fyrir markið en í stað þess var hann nálægt því að skora og neyddist Aaron Ramsdale, markvörður Bournemouth, í að verja boltann yfir.

Richarlison átti síðar skot sem hafnaði í slánni. Callum Wilson kom Bournemouth yfir fjórum mínútum síðar með skalla af stuttu færi en Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin undir lok hálfleiksins með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Richarlison.

Gylfi fékk annað marktækifæri í byrjun síðari hálfleik en hann reyndi þá að vippa boltanum yfir Ramsdale, sem gerði vel í að verja boltann yfir markið.

Ryan Fraser kom inná sem varamaður hjá Bournemouth á 57. mínútu og tíu mínútum síðar skoraði hann. Hann lét vaða á markið en boltinn fór af Fabian Delph og í netið. Gylfi Þór fór af velli á 71. mínútu fyrir Moise Kean og tveimur mínútum síðar kom þriðja mark Bournemouth.

Wilson gerði það en hann slapp þá í gegn og skaut boltanum yfir Pickford í markinu. Frábær afgreiðsla.

Lokatölur 3-1 og Bournemouth í 8. sæti með 7 stig en Everton í 11. sæti með sama stigafjölda.
Athugasemdir
banner
banner
banner