Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 15. september 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rossi vill sýna fólki að hann geti enn spilað í Seríu A
Giuseppe Rossi.
Giuseppe Rossi.
Mynd: Getty Images
Giuseppe Rossi, fyrrum framherji Manchester United og Fiorentina, er á því máli að hann gæti verið að spila í ítölsku úrvalsdeildinni.

Rossi var fenginn til Man Utd þegar hann var sautján ára gamall en var á endanum seldur til Villarreal fyrir 10 milljónir evra. Rossi gerði mjög vel á fyrstu árunum hjá Villarreal en alvarleg meiðsli lituðu síðustu árin á Spáni og var hann seldur til Fiorentina í janúar 2013.

Meiðsli hafa í raun og veru sett stóran blett á feril hans. Hann er í dag samningslaus.

Rossi æfði með Manchester United í byrjun árs og þótti hann standa sig vel.

Hann var síðast á mála hjá Genoa, en er hann var þar þá féll hann á lyfjaprófi. Hann slapp þó við bann. Rossi, sem er 32 ára, vill núna snúa aftur í ítölsku úrvalsdeildinni.

„Ég er ekki búinn. Þvert á móti. Ég fæ höfuðverk vegna þess að ég er reiður yfir því að vera ekki að spila. Ég vil sýna fólki að ég get snúið aftur á þann stað sem allir vita að ég get verið á. Ég vill og ég get enn spilað í ítölsku úrvalsdeildinni," sagði Rossi við Sky á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner