Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. september 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Eggert Gunnþór: Maður var orðinn leiður á að vera úti
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson hefur slegið í gegn í liði FH síðan hann kom til félagsins í lok júlí. Eggert kom til FH eftir fimmtán ár í atvinnumennsku erlendis en hann lék síðast með SönderjyskE í Danmörku.

Hinn 31 árs gamli Eggert var með tilboð erlendis frá en hann ákvað að koma heim. Eggert var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardaginn.

„Það voru nokkur lið í Danmörku og annars staðar. Mér fannst ég ekki vera kominn á endastöð eða svoleiðis. Ég vildi bara sjálfur koma heim," sagði Eggert í viðtali í útvarpsþættinum.

„Við sem fjölskylda vildum koma heim. Það var búið að vera í huga okkar í eitt ár. Svo kom þetta Covid tímabil og það var kornið sem fyllti mælinn. Það tryggði þá ákvörðun að við værum til í að skoða að koma til Íslands. Út frá því fór ég að ræða við lið. Það má segja að maður hafi verið orðinn leiður á að vera úti."

Fleiri íslensk félög höfðu einnig áhuga á að fá Eggert í sínar raðir en hann ræddi það nánar í viðtalinu. Í viðtalinu ræddi hann einnig meira um FH, þjálfara liðsins, Wolves og ferilinn úti í atvinnumennsku.

Hér að neðan má sjá hlusta á viðtalið en það byrjar eftir rúmar 67 mínútur.
Útvarpsþátturinn - Íslenski, landsliðið og Eggert Gunnþór
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner