Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 15. september 2020 07:30
Aksentije Milisic
Lampard ánægður með Kepa: Okkar markvörður
Frank Lampard, stjóri Chelsea, var ánægður með markvörð sinn, Kepa Arrizabalaga, eftir leikinn gegn Brighton í gær.

Kepa hefur legið undir mikilli gagnrýni hjá Chelsea og var hann reglulega á bekknum undir stjórn Lampard á síðasta tímabili. Chelsea er búið að kaupa Edouard Mendy, markvörð Rennes og á hann að veita Kepa samkeppni um sæti í liðinu.

Margir settu spurningarmerki við Kepa í markinu sem Brighton skoraði í gær en það var skot fyrir utan teig sem hann réði ekki við.

„Ég er ánægður með Kepa. Hann var með sjálfstraust, hann er hjá okkur, hann er okkar markvörður og ég er ánægður með hann," sagði Lampard eftir leikinn í gær.

Áhugavert verður að sjá hvort Kepa náði að halda sæti sínu sem aðalmarkvörður Chelsea á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner