Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mið 15. september 2021 20:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Hallsson: Það verða þá fréttir fyrir mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR, ræddi við Fótbolta.net eftir tap gegn ÍA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Ég hafði nokkuð gaman af fyrri hálfleiknum, sérstaklega þangað til að við skoruðum. Mér fannst vera mikið hungur í okkur og frumkvæðið okkar megin. Mér fannst við fara að bíða eftir að hálfleikurinn kláraðist, þá fáum við þetta jöfnunarmark á okkur og það hafði vond áhrif," sagði Arnar.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

„Mér fannst ekkert í gangi hjá ÍA, þó að að Þórður muni ábyggilega segja að þetta hafi verið snilld þá var þetta helvítis grís."

Hver bjóst við þessu frá Þórði?

„Ekki hann og ekki við," sagði Arnar og hló. „Boltinn hrekkur til hans og einhvern veginn tekur hann tvöfaldan pírúett í gegn, helvíti fúlt fyrir okkur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Um sumarið, sem hefur verið vonbrigði hjá ÍR í 2. deildinni, hafði Arnar meðal annars þetta að segja:

„Ég hélt og trúði að við myndum ná betri árangri í sumar, að við værum lengra komnir en því miður þegar á hólminn var komið þá vantaði of mikið. Það hjálpaði okkur ekki hversu stutt og brokkgengt undirbúningstímabilið var til að setja saman nýtt lið. En það breytir því ekki að við vorum með það innan seilingar að klóra okkur inn í mótið, komnir í takt en þá vantaði gæði og einbeitingu. Við mætum enn betri og ferskari til leiks á næsta ári."

Verðuru þjálfari ÍR á næsta tímabili?

„Ég veit ekki betur, það verða þá fréttir fyrir mér en það gerist ýmislegt í fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner