Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 15. september 2021 20:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Hallsson: Það verða þá fréttir fyrir mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR, ræddi við Fótbolta.net eftir tap gegn ÍA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Ég hafði nokkuð gaman af fyrri hálfleiknum, sérstaklega þangað til að við skoruðum. Mér fannst vera mikið hungur í okkur og frumkvæðið okkar megin. Mér fannst við fara að bíða eftir að hálfleikurinn kláraðist, þá fáum við þetta jöfnunarmark á okkur og það hafði vond áhrif," sagði Arnar.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

„Mér fannst ekkert í gangi hjá ÍA, þó að að Þórður muni ábyggilega segja að þetta hafi verið snilld þá var þetta helvítis grís."

Hver bjóst við þessu frá Þórði?

„Ekki hann og ekki við," sagði Arnar og hló. „Boltinn hrekkur til hans og einhvern veginn tekur hann tvöfaldan pírúett í gegn, helvíti fúlt fyrir okkur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Um sumarið, sem hefur verið vonbrigði hjá ÍR í 2. deildinni, hafði Arnar meðal annars þetta að segja:

„Ég hélt og trúði að við myndum ná betri árangri í sumar, að við værum lengra komnir en því miður þegar á hólminn var komið þá vantaði of mikið. Það hjálpaði okkur ekki hversu stutt og brokkgengt undirbúningstímabilið var til að setja saman nýtt lið. En það breytir því ekki að við vorum með það innan seilingar að klóra okkur inn í mótið, komnir í takt en þá vantaði gæði og einbeitingu. Við mætum enn betri og ferskari til leiks á næsta ári."

Verðuru þjálfari ÍR á næsta tímabili?

„Ég veit ekki betur, það verða þá fréttir fyrir mér en það gerist ýmislegt í fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner