Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 15. september 2021 20:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Hallsson: Það verða þá fréttir fyrir mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR, ræddi við Fótbolta.net eftir tap gegn ÍA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Ég hafði nokkuð gaman af fyrri hálfleiknum, sérstaklega þangað til að við skoruðum. Mér fannst vera mikið hungur í okkur og frumkvæðið okkar megin. Mér fannst við fara að bíða eftir að hálfleikurinn kláraðist, þá fáum við þetta jöfnunarmark á okkur og það hafði vond áhrif," sagði Arnar.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

„Mér fannst ekkert í gangi hjá ÍA, þó að að Þórður muni ábyggilega segja að þetta hafi verið snilld þá var þetta helvítis grís."

Hver bjóst við þessu frá Þórði?

„Ekki hann og ekki við," sagði Arnar og hló. „Boltinn hrekkur til hans og einhvern veginn tekur hann tvöfaldan pírúett í gegn, helvíti fúlt fyrir okkur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Um sumarið, sem hefur verið vonbrigði hjá ÍR í 2. deildinni, hafði Arnar meðal annars þetta að segja:

„Ég hélt og trúði að við myndum ná betri árangri í sumar, að við værum lengra komnir en því miður þegar á hólminn var komið þá vantaði of mikið. Það hjálpaði okkur ekki hversu stutt og brokkgengt undirbúningstímabilið var til að setja saman nýtt lið. En það breytir því ekki að við vorum með það innan seilingar að klóra okkur inn í mótið, komnir í takt en þá vantaði gæði og einbeitingu. Við mætum enn betri og ferskari til leiks á næsta ári."

Verðuru þjálfari ÍR á næsta tímabili?

„Ég veit ekki betur, það verða þá fréttir fyrir mér en það gerist ýmislegt í fótbolta."
Athugasemdir
banner