Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   mið 15. september 2021 20:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Hallsson: Það verða þá fréttir fyrir mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR, ræddi við Fótbolta.net eftir tap gegn ÍA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Ég hafði nokkuð gaman af fyrri hálfleiknum, sérstaklega þangað til að við skoruðum. Mér fannst vera mikið hungur í okkur og frumkvæðið okkar megin. Mér fannst við fara að bíða eftir að hálfleikurinn kláraðist, þá fáum við þetta jöfnunarmark á okkur og það hafði vond áhrif," sagði Arnar.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

„Mér fannst ekkert í gangi hjá ÍA, þó að að Þórður muni ábyggilega segja að þetta hafi verið snilld þá var þetta helvítis grís."

Hver bjóst við þessu frá Þórði?

„Ekki hann og ekki við," sagði Arnar og hló. „Boltinn hrekkur til hans og einhvern veginn tekur hann tvöfaldan pírúett í gegn, helvíti fúlt fyrir okkur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Um sumarið, sem hefur verið vonbrigði hjá ÍR í 2. deildinni, hafði Arnar meðal annars þetta að segja:

„Ég hélt og trúði að við myndum ná betri árangri í sumar, að við værum lengra komnir en því miður þegar á hólminn var komið þá vantaði of mikið. Það hjálpaði okkur ekki hversu stutt og brokkgengt undirbúningstímabilið var til að setja saman nýtt lið. En það breytir því ekki að við vorum með það innan seilingar að klóra okkur inn í mótið, komnir í takt en þá vantaði gæði og einbeitingu. Við mætum enn betri og ferskari til leiks á næsta ári."

Verðuru þjálfari ÍR á næsta tímabili?

„Ég veit ekki betur, það verða þá fréttir fyrir mér en það gerist ýmislegt í fótbolta."
Athugasemdir